Ástrós Erla

Heim að þér - 14.september

Heim að þér - 14.september

Regular price 0 ISK
Regular price Sale price 0 ISK
Sale Sold out
Tax included.

Heim að þér er fyrirlestur um okkur sjálf, tenginguna sem við eigum við okkur sjálf, líkama okkar, innra líf og það ytra.Í nútímasamfélögum eigum við oft til að gleyma okkur sjálfum, að staldra við og hlusta. Að gefa okkur stund til þess að spyrja okkur sjálf, hvað er það sem ég vil upplifa í þessu augnabliki, jafnvel hvað er ég að upplifa? Að leyfa okkur virkilega að stoppa og spyrja, hvernig líður mér? er þetta það sem ég vil? eða vil ég eitthvað annað? og hvernig kemst ég þangað?

Á fyrirlestrinum förum við inn í hvernig meðal annars núvitund getur haft áhrif á okkar líf, hvernig hlustun, forvitni og mýkt getur breytt öllu í okkar dags daglegu amstri og hvernig við getum byrjað að upplifa og lifa okkar drauma lífi á einu augnabliki. Þú færð að upplifa þig, eins og þú ert, í kærleika, væntumþykju, sjá hversu mögnuð mannvera og sál þú ert, bara með því að vera þú. Þú færð tækifæri til að skoða sjálfa/t/n þig, upplifanir, væntingar, langanir og drauma og á sama tíma fá möguleika á að velja það sem þú vilt í framhaldinu og það sem færir þig nær þínum stærstu draumum.

Ég hlakka til að sjá þig, deila með þér sýn á lífinu og heiðra þig á þeim stað sem þú ert á, á þessum tíma.         

————————————————

Fyrirlesturinn fer fram á Heimsljósum laugardaginn 14.september kl 15

Viðburðurinn er frír fyrir alla þátttakendur heimsljósa

Frekari upplýsingar um viðburðinn og Heimsljós er að finna hér:

https://heimsljos.is/listing/heim-ad-ther/

View full details